Verkefni
Verkefni
Almenn smíðavinna
Almenn smíðavinna
Endurbætur ehf. eru með skrifstofu og verkstæði að Gylfaflöt 2 í Reykjarvík. Við tökum að okkur ýmsa sérsmíði og lagfæringar



Glugga og hurða skipti
Glugga og hurða skipti
Endurbætur ehf. hófu starfsemi sína á glugga og hurða skiptum og það er hluti af kjarnastarfsemi félagsins. Við höfum setið námskeið um slagveðursprófun og þéttingar og höfum nákvæmt verklag og lágmörkum rask. Við þekkjum vörur helstu framleiðenda og höfum heimsótt verksmiðjur og getum boðið upp á innflutning á bæði tré og ál gluggum og hurðum.



Þakskipti
Þakskipti
Endurbætur ehf. Bjóða upp á föst verðtilboð í þakskipti. Við höfum reynslu af uppbyggðum, lektuðum þökum, meðferð á öndunardúk og bræðslu tjörupappa.


Uppsteypa
Uppsteypa
Endurbætur ehf. Geta boðið byggingarstjóra og húsasmíðameistara í verkþætti sem krefjast uppáskriftar. Undanfarin ár höfum við tekið að okkur verkstýringu á nýbyggingu bílskúra og umsýslu steyptra sökkla og steypuplatna undir einingarhús.



Utanhúss klæðningar
Utanhúss klæðningar
Endurbætur ehf. býður upp á aðstoð við efnisval á utanhússklæðningum. Við höfum reynslu af klæðningar kerfum frá ýmsum framleiðendum um málmi og tré. Klæðning með einangrun á eldri hús getur bætt húsvist og verið viðhaldslétt lausn.

Trépallasmíði
Trépallasmíði
Endurbætur ehf. hefur mikla reynslu af smíði trépalla og skjólgirðinga. Einnig höfum við hæfni og reynslu til þess að setja upp heita potta og gufuböð og getum boðið uppá útlits og tækniteikningar og byggt föst verðtilboð á þeim.


Leka og myglu viðgerðir
Leka og myglu viðgerðir
Endurbætur ehf. hefur sérhæft sig í mati á og viðgerðum eftir leka og vatnstjón. Við höfum setið námskeið hjá Iðu fræðslusetri Raki og mygla í húsum 1, 2 og 3. Við notum sérhæfðan búnað og verkferla til þess að greina vanda, staðbinda hann og leysa. Við vinnum stöðugt með Reykjavíkurborg og tryggingafélögum að smáum og stórum verkefnum þar sem grunur er um skaðlegan myglusvepp.


Innréttingar
Innréttingar
Endurbætur ehf. þekkir vel til helstu framleiðenda eldhús og baðherbergis innréttinga og skápa hafa nákvæma smiði til uppsetningar á þeim. Við getum séð um förgun á eldri innréttingum og fengið aðra iðnaðarmenn að verkinu.
Brunaþéttingar
Aspest
Aspest
Endurbætur ehf. hefur hjá sér starfsfólk sem er á skrá Vinnueftirlits yfir þá sem sótt hafa námskeið í tilkynningarskyldu niðurrifi á aspesti.
Gólfefni
Gólfefni
Endurbætur ehf. býr að áralangri reynslu í lagningu gólfefna frá niðurlímdu parketi í fljótandi vínilparket og öllu þar á milli. Við eigum einnig í góðu samstarfi við Múrarameistara sem geta lagt flísar að okkar gólfefna lögn.
